Mömmutímar

Eftir fæðingu Ernis var ég mjög spennt að byrja að hreyfa mig en fann að þol og styrkur var ekki eins og áður svo ég var ekki alveg viss hvernig best væri að byrja. Fyrstu vikurnar fóru í að fara í göngutúra og kynnast lita manninum á heimilinu. Til að koma mér af stað í ræktinni ákvað ég að byrja í mömmutímunum í World Class, var búin að heyra mjög góða hluti umþessa tíma og fannst ég þurfa meira aðhald í ræktinni þar sem ég var óörugg að byrja sjálf.

Tímarnir komu mér svo skemmtilega á óvart! Ekki bara góð hreyfing og skemmtilegar æfingar heldur er félagskapurinn svo kærkominn þar sem minn helsti félagskapur er nokkra vikna (ekki að ég sé að kvarta). Guðrún Lovísa kennir þessa tíma og hefur gert í mörg ár, einnig er hún hjúkrunarfræðingur og á tvö börn sjálf. Hún er eldhress og mjög klár á allt sem viðkemur hreyfingu eftir meðgöngu.

Þessir þrír morgnar eru orðnir uppáhaldstími minn yfir vikuna! Byrja daginn snemma (meðað við venjulega) og hitta aðrar hressar stelpur á sama stað í lífinu og maður sjálfur.

Ef þið viljið fylgjast með mér á Instagram þá er ég undir hronngauks

Þangað til næst!

Hrönn Gauksdóttir

 

Skildu eftir svar