Pastasalat

 Ég er svo heppinn eiga nokkrar vinkonur í fæðingarorlofi á sama tíma og ég.  Svo er skemmtilegt að segja frá því  að við eignuðumst allar stráka með smá millibili. Við ákváðum fljótt að hittast einu sinni í viku og gera okkur dagamun.  Við skiptumst á að bjóða heim og fáum okkur gott að borða og auðvitað slúðra aðeins í leiðinni. Þessir dagar eru í svo miklu uppáhaldi, ekki bara útaf góðum mat heldur er félagskapurinn svo yndislegur. Í síðustu viku ákvað ég að gera Pastasalat með pestó og langaði að deila uppskriftinni með ykkur.

 

Pastasalat fyrir 4-6

Einn pakki kjúklingalundir eða svipað magn af öðru kjúklingakjöti

1,5-2 dl af heilhveiti skrúfum

2 pokar klettasalat

1 pakki kirsuberjatómatar

1 stór rauð paprika

5-6 döðlur

1 poki ristaðar furuhnetur

1/2 poki ristuð graskersfræ

1/2 fetakubbur

ca 10 stk mozzarellaperlur

1 krukka gott grænt pestó

góð olía

slatti af rifnum parmesan

 

Byrjið á því að sjóða pastað og steikja lundirnar með salt og pipar. Skerið niður hráefnin og blandið saman í skál. Skerið kjúklingin niður í bita, bætið pasta og kjúkling við salatið  ásamt pestói. Ef pestóið er þurrt þá slurka góðri oliu yfir ásamt því að bæta fræjum og hnetum við. Berið fram á góðu fati með slatta af parmesan yfir.

Verði ykkur að góðu!

Ef þið viljið fylgjast með mér á Instagram þá er ég undir hronngauks

Þangað til næst!

Hrönn Gauksdóttir

Skildu eftir svar