Ungbarnamyndataka

Við litla fjölskyldan skelltum okkur í ungbarnamyndatöku viku eftir fæðingu Ernis. Mér var bent á Krissy ljósmyndara og var ég sko snögg að hafa samband eftir að ég skoðaði Facebook og IG síðuna hennar.

Hún tekur ungbaramyndirnar sínar í sérstöku ungbarna studíói sem er vel upphitað svo litlum berum bossum líði vel og það er mjög öruggt að mæta með nýfæddu krílin sína til hennar. Hún hefur eitthvað undralag á að leggja þessa litlu kroppa í allskonar stellingar og  hefur endalausa þolinmæði fyrir litlum englum sem láta ekki segja sér hvenær þeir eiga að sofa.

Er svo ánægð að hafa skellt mér með hann í myndatöku, svo dýrmætt að eiga þessar myndir af þeim svona pínulitlum þar sem þau stækka alltof hratt.

Gæti ekki verið hamingjusamari með útkomuna.

Ég læt nokkrar myndir fylgja með úr myndatökunni.


 

Ef þið viljið fylgjast með mér á Instagram þá er ég undir hronngauks

Þangað til næst!

Hrönn Gauks

Skildu eftir svar