Grænn smoothie

Ég er ótrúlega hrifin af bæði smoothie-um og smoothie skálum. Það er svo einfalt að gera sér bragðgóðan smoothie en samsetning innihaldsefna skiptir miklu máli svo drykkurinn gefi góða fyllingu.

Þessi græni er í miklu uppáhaldi hjá mér og er hann bæði bragðgóður og vel mettandi.

 

Uppskrift

1 lítil dós kókosmjólk
1 lúka spínat
1 lúka frosið mango
1 avocado
5 msk útbleytt chia fræ
1-2 msk limesafi
nokkur myntulauf
1 skeið vanilluprótein (val)

Blandið öllu vel saman í blandara en ef þið kjósið að setja prótein þá mæli ég að bæta því við blönduna eftir á og hræra aftur. Þá er mjög gott að nota frosið avocado en það gefur þykkari áferð.

Njótið vel!

xx

Ingibjörg Thelma

 

 

Skildu eftir svar