Mæli með í New York: DŌ

Vinnu minnar vegna er ég sífellt á ferð og flugi og fæ því að upplifa fjöldan allan af skemmtilegum stöðum. Ég ferðast mest til Bandaríkjanna og Kanada og stoppa þá yfirleitt í einn til tvo sólarhringa í senn. Ég reyni því að nýta tímann vel í að skoða og upplifa áhugaverða staði í hverri borg fyrir sig.

Ég kem til með að skrifa færslur hér inná um þá staði sem ég mæli með að heimsækja víðsvegar um heiminn!

Mig langaði til þess að byrja á segja ykkur frá skemmtilegum stað sem ég heimsótti í New York í byrjun febrúar. Við systur skelltum okkur í stutta ferð saman til New York þar sem við ætluðum ekkert að versla, bara njóta og hafa gaman. Ég hafði heyrt um búð sem svipar til ísbúðar þar sem hægt væri að fá kökudeig af öllum gerðum í box og brauðform! Sem kökudeigs áðdáendur ákvaðum við systur að gera okkur ferð þangað og smakka. Eftir svolítið langa göngu fundum við loksins staðinn, !

Búðin er bæði ótrúlega falleg og skemmtileg en í borðinu er fjöldinn allur af mismunandi tegundum af kökudeigi sem maður getur valið úr. Ég ákvað að vera einföld og velja mér bara klassískt súkkulaðibitadeig sem var sturlað gott! Kannski fullmikið að borða heila kúlu af kökudeigi en samt sem áður mjög gaman að smakka og prófa.

Hægt var að velja um alls kyns útfærslur á kökudeiginu, í boxi, í brauðformi eða jafnvel blandað við ís. Freyja systir ákvað að fá sér kökudeigs sjeik, sem var blanda af bæði kökudeigi og ís. Það kom á óvart, var mjög gott og skemmtilega öðruvísi.

DŌ er staðsett í West Village í New York og eru fjölmargir skemmtilegir veitingastaðir í kring, sem er ennþá betri ástæða til að leggja leið sína á DŌ.

xx

Ingibjörg Thelma

 

Skildu eftir svar