Spicy túnfiskssalat – uppskrift

Mér finnst afskaplega gott að eiga til þæginlegt millimál sem auðvelt er að grípa í á hraðferð. Ég á yfirleitt til hrökkbrauð eða hveiti- og sykurlaus brauð inní skáp og því einfalt að skella túnfiskssalati á það. Ég hef prófað margar uppskriftir af túnfiskssalati en þetta hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Bæði er einfalt að búa það til svo að auki er það töluvert hollara en þau túnfiskssalöt sem hægt er að kaupa í verslunum.

Uppskrift

1 dós túnfiskur í vatni

200 g kotasæla

1/2 rauðlaukur, saxaður

2 egg, smátt skorin

1/2 grænt epli, smátt skorið

Jalapeno bitar eftir smekk, smátt skornir

1 tsk Aromat krydd

1 tsk sítrónupipar

Blandið öllu saman. Geymist vel í ísskáp í loftþéttu boxi.

 

Verði ykkur að góðu!

xx

Ingibjörg Thelma

Skildu eftir svar