Hvað ef ég nenni ekki?

Þó maður viti hve hollt og gott það sé að svitna vel, fá púlsinn upp og reyna á líkamann reglulega þá kannast eflaust flestir við það að missa hvatninguna til þess að fara og hreyfa sig. Ég þekki það vel en það sem heldur mér við efnið og kemur mér þá af stað er meðal annars:

  • Tilfinningin eftir góða æfingu.. endorfinið! Hreyfing hefur ekki síður góð áhrif á andlegu heilsuna.
  • Skipulag. Ég hef vanið mig á það að setjast niður á sunnudögum og skipuleggja vikuna og þar á meðal hvernig ég ætla að æfa. Ef ég er ekki að fara í hóptíma eða þjálfun þá skipulegg ég æfinguna áður en ég legg af stað því ef ég veit hvað ég er að fara að gera á æfingunni þá kemst ég mikið frekar í gírinn heldur en ef ég mæti bara með ekkert plan.
  • Góð tónlist er auðvitað ómissandi.
  • PRE-workout (með klökum!). Það er bara svo mikil stemning í því að blasta góðri tónlist og blanda sér PRE-workout fyrir æfingu.

Þegar maður er svo „kominn í gírinn“ þá verður erfiðara að sleppa æfingum heldur en að fara og hreyfa sig. Vúhú – Áfram við!

♡♡♡
Jóna Kristín
Instagram: jonakristinb

Skildu eftir svar