Hvernig þvæ ég æfingaskó?

Fyrr í kvöld sýndi ég frá því á snapchat þegar ég var að taka æfingaskó úr þvottavélinni en með því að skella þeim í þvottavélina koma þeir út eins og nýir. Ég hef varla haft undan við að svara spurningum um það hvernig ég þvæ skóna. Margir hafa ekki þorað að setja æfingaskó í vél en þeir þola það alveg. Það er fátt verra en skítugir skór, hvað þá sveittir!

Ég byrja á því að taka innleggin úr og ef skórnir eru mjög skítugir þá tek ég reimarnar líka úr þeim. Ég set smá þvottaefni og á stutt prógram, 30° og 600 snúninga. Það er sniðugt að setja til dæmis handklæði með í vélina svo lætin verði minni en það er ekki nauðsynlegt. Skórnir fá svo að þorna alveg og þá skellir maður innleggjunum aftur í. Svo einfalt!

♡♡♡
Jóna Kristín

Skildu eftir svar