Opnunarpartý + PopCorn maker

Ég sýndi frá því í instagram story í gær þegar ég kíkti í DÚKA í Smáralind þar sem allt var á fullu við undirbúning á opnun á nýrri og glæsilegri verslun DÚKA sem tekin hefur verið í gegn og vöruúrvalið stóraukið!

Ef verslað er yfir 15.000 kr. þá fylgir Lékué PopCorn maker með. Þvílík snilldar græja sem það nú er! Þetta er sem sagt silicon skál með loki. Skálin fer saman svo hún tekur lítið pláss og hún má fara í uppþvottavél.

Maður setur einfaldlega poppbaunirnar og klípu af sjávarsalti í skálina og leggur lokið á. Dúndrar skálinni inn í örbylgjuofn í um 2:30 – og voila! Hollt og gott poppcorn.

Það þarf semsagt enga olíu eða neitt en það má setja til dæmis smá smjör eða kókosolíu með baununum. Ég setti myndina hér að ofan í instastory í gær og það voru ófáir sem sendu á mig hversu mikil snilld þetta væri. Ég verð í USA á morgun þegar opnunarpartýið verður en ég ætla að skella mér um helgina, kíkja á nýju búðina og fá mér þessa blessuðu poppskál!

Þar sem ég er á leið til USA þá ætla ég að grípa með mér svona Kernel season’s og smakka. Veit ekkert hvort þetta fáist hér heima, mögulega.. þetta er sykurlaust og nánast kaloríulaust – áhugavert, spennt að prófa!

♡♡♡
Jóna Kristín
Instagram: jonakristinb

Skildu eftir svar