Uppskrift: Döðlu-pestó kjúklingur

Þennan kjúklingarétt geri ég mjög oft enda er hann ljúffengur og svo tekur enga stund að skella í hann!

Uppskrift fyrir 4:

4 kjúklingabringur
1 krukka pestó
1 krukka fetaostur
1 lúka döðlur
Hlynsýróp

1. Ég byrja á að hita ofninn í 200° og undir og yfir hita.
2. Saxa döðlurnar
3 Sker hverja bringu í þrjá bita og raða í eldfast mót
4. Hræri saman pestóinu og fetaostinum (tek mesu olíuna frá) þannig að fetaosturinn er maukaður.
5. Set pestóblönduna yfir bringurnar og örlítið af hlynsýrópi yfir allt og dreifi svo döðlunum yfir
6. Inn í ofn í a.m.k. 25 mínútur

Með réttinum er gott að hafa sætkartöflumús/hrísgrjón/hvítlauksbrauð/tagliatelle ásamt fersku salati.
Bon appetit!

♡♡♡
Jóna Kristín
Instagram: jonakristinb

Skildu eftir svar