Uppskrift: Kjúklinga enchilada

Mexikóskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi einfaldi og ljúffengi sweet chili kjúklinga enchilada réttur sem ég gerði á snappinu í kvöld er alltaf jafn góður – bara klikkar ekki! Ég má því til með að deila með ykkur uppskriftinni.

Það sem þarf er:

 • 1 pakki tortilla kökur, 8 stk
 • 3 kjúklingabringur // hægt að nota baunir í staðinn eða tvær bringur + baunir
 • Taco krydd
 • 1 dós kókosmjólk
 • 5 msk. sweet chili sósa
 • 1/2 kjúklingateningur
 • 1/2 dolla rjómaostur // ég nota frá Bónus en hann er svo mjúkur og góður
 • 4 msk sýrður rjómi
 • 5 vorlaukar
 • Ferskt kóríander
 • 1 poki rifinn ostur
 • 1-2 avocado

 

 

 

 

 

Aðferð:

 1. Bringurnar skornar í litla bita og steiktar á pönnu með smá taco kryddi (líka gott að hafa chili explotion).
 2. Kókosmjólkin, sweet chilli sósan og kjúklingateningurinn sett saman í pott og hitað þar til suðan kemur upp.
 3. Lækka þá undir og leyfa að malla við vægan hita í um tvær mínútur og slökkva svo undir. Kveija á ofninum í 180° og blástur (eða 200° og undir + yfir hita).
 4. Rjómaostinum og sýrða rjómanum er svo hrært saman.
 5. Þá er að fylla kökurnar! Um 2 msk. af rjómaostablöndunni er smurt á torilla köku ásamt smá kjúkling, vorlauk, kóríander, ost og sweet chili sósu. Þetta er gert við allar kökurnar og þeim rúllað upp og raðað í eldfast mót.
 6. Þá er sweet chilli kókosmjólkinni úr pottinum hellt yfir allt og að lokum er rifna ostinum stráð yfir og inn í ofn í um 15 mínútur!

*Þegar rétturinn er tekinn úr ofninum þá er gott að sletta smá sweet chili sósu yfir og dreifa avocado, kóríander og vorlauk yfir áður en hann er borinn fram.

*Gott er að hafa til dæmis grillaðann maíis, svart doritos, sýrðan rjóma og jafnvel guacamole með on the side.. 

♡♡♡
Jóna Kristín

 1. Hæhæ 🙂 þú eldar alltaf svo svakalega girnilegan mat endilega vertu duglegri að setja inn uppskriftir ! Og farðu nú líka að koma inná rvkfit snappið ég er farin að sakna þín á því 😉

Skildu eftir svar