Uppskrift: Kotasælu túnfisksalat

– Hollt og gott túnfisksalat – 

Þetta túnfisksalat hef ég gert í mörg ár en mér þykir það alltaf jafn ferskt og gott. Eins er það létt og gott í magann en salatið hentar einstaklega vel til að bjóða upp á á kaffistofunni, í saumaklúbbnum eða í veislum. Töluvert betra en majonesbombusalat.
Það geymist líka vel og er í raun betra daginn eftir!

Innihald:
Kotasæla, stór
1 dós túnfiskur

1/2 rauðlaukur
1 grænt epli
2-3 egg

Aðferð: Harðsjóða eggin, skera rauðlauk og epli smátt, hella vatninu/olíunni af túnfisknum og hræra þessu öllu saman við kotasæluna. Mylja svo smá svartan pipar yfir. Einfaldara verður það ekki!

*Þetta er fullkomin uppskrift en það er líka gaman að breyta til. Þá hef ég til dæmis prófað að setja; smátt skorið chili/jalapeno, sítrónupipar eða aðeins af sriracha sósu út í og það kom allt mjög vel út.

 

♡♡♡
Jóna Kristín

Skildu eftir svar