Hafra pönnukökur

Þessar hafrapönnukökur slá í gegn í hvert sinn sem ég geri þær. Ég fékk uppskriftina af þeim fyrir löngu hjá góðri vinkonu og hef gert þær ótal sinnum síðan þá, enda í miklu uppáhaldi á mínu heimili.

Grunnupskriftin er mjög einföld og hún gefur þér eina stóra pönnuköku eða þrjár litlar:

  • 1 egg
  • 1/2 banani
  • Hafrar
  • Kanill

Ég byrja á því að setja eggið í skál, stappa síðan bananann og hærir við. Set hafra og kanill út í blönduna og hræri saman með gaffli, þetta gæti ekki verið einfaldara! Blönduna steiki ég svo á pönnu uppúr kókosolíu eða kókosolíu PAM spreyi.

Það er svo auðvitað hægt að leika sér með uppskriftina, mér finnst gott að bæta við karamellu stevíu dropum frá GoodGood, einnig er gott að setja út í blönduna bláber og steikja þannig á pönnunni. Skemmtilegast finnst mér þó að setja eitthvað gott ofaná pönnukökuna en ég set sjaldan það sama ofaná hana og hægt er að leika sér mikið með það.

Þetta er svona það helsta sem ég set ofan á:

  • Smjör og ost… Klassískt
  • Súkkulaði smyrjuna frá GoodGood
  • Bláberjasultu, ég nota alltaf sykurlausu sulturnar frá GoodGood
  • Smjör og kanilsykur
  • Sýróp og ber, sykurlausa sýrópið frá GoodGood er góður kostur hér

 

Þangað til næst!

Jórunn

Skildu eftir svar