Skemmtileg sprettæfing

Ég tók þessa sprettæfingu á snappinu seinast þegar ég var með það og hún sló alveg í gegn. Mig langaði þess vegna til þess að deila henni með ykkur hér. Hún er mjög krefjandi en samt sem áður skemmtileg, mér finnst tíminn líka alltaf fljótur að líða þegar vegalengdin á sprettunum fer minnkandi. Síðast en ekki síst reynir hún veeel á og fær mann til þess að svitna vel!

1x 800m
2x 400m
1x 600m
2x 300m
1x 400m
2x 200m
1x 200m
2x 100m
1 mín hvíld á milli spretta ?

Hvet ykkur til þess að taka þessa í vikunni!

Þangað til næst,

Jórunn

Þið finnið mig á instagram undir: @jorunnosk

Skildu eftir svar