Sykurlausu sulturnar frá Good Good Brand

Fyrir þau ykkar sem fylgist eitthvað með mér á samfélagsmiðlum hafið eflaust tekið eftir því að ég er mikill aðdáandi Good Good varanna, en Good Good Brand sérhæfir sig í framleiðslu á sykurlausum vörum sættum með náttúrulegri sætu. Frá því að ég smakkaði sulturnar frá þeim fyrst hef ég verið kolfallinn og nota þær mikið. Þær eru svo bragðgóðar og ef ekki betri en venjulegar sultur að mínu mati, sem innihalda mun meiri sykur. Ég hef verið að leika mér að því að nota þær sem sætu í allskonar uppskriftir en það er hægt að nota þær á svo marga vegu.

Ég fékk sendan svo sætan pakka frá þeim um daginn með öllum sultunum og þar sem ég nota þær svo mikið langaði mig til þess að deila með ykkur nokkrum hugmyndum.

Hafragrautur með bláberjasultu

Ég nota oft bláberja sultuna til þess að setja sætu út í hafragrautinn minn á morgnanna. Það er hægt að leika sér svo mikið með mismunandi útfærslur af hafragrautum, með því að setja bláberjasultuna út í verður hann mun sætari og gefur svona bláberjakeim af grautnum… sem er mjög gott! Þarna sauð ég saman í potti hafra og chia fræ í möndlumjólk og bætti svo sultunni út í eftirá þegar grauturinn var búinn að kólna aðeins. Mér finnst alltaf gott að sjóða grautinn með möndlu eða kókosmjólk, þá verður hann aðeins kremaðari en ef maður sýður hann uppúr vatni. Einnig er gott að bæta við kókosflögum og graskersfræum.

 

Maískökur með hnetusmjöri, jarðaberjasultu og banana

Þetta er lang uppáhalds millimálið mitt fyrir æfingar. Enda mjög orkumikið en ó  svo bragðgott. Ég er mikill peanut butter and jelly fan þannig þetta ætti að slá í gegn hjá öllum sem eru sammála því! Þetta millimál er líka sniðugt ef maður er á ferðinni, þá getur maður skellt kökunum saman og búið til samloku sem þægilegt er að taka með sér.

Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir!

. . .

Jórunn

Þið finnið mig á instagram undir: @jorunnosk

Skildu eftir svar