RVKfit Training Event

Í febrúar héldum við RVKfit Training Event og var það klárlega hápunktur febrúar mánaðar. Við vorum búnar að vera með hugmyndina að viðburðinum í kollinum ansi lengi og það var svo skemmtilegt þegar þetta varð svo að veruleika. Við vorum hæstánægðar með lokaútkomuna en þetta hefði aldrei verið jafn skemmtilegt ef ekki væri fyrir alla þá 100 manns sem mættu og tóku virkan þátt í þessu með okkur. Við erum svo þakklátar fyrir viðbrögðin sem við fengum en án þeirra og frábæru styrktaraðilana sem stóðu við bakið á okkur, Nike, NOW, World Class, Origo og Joe & The Juice, hefði viðburðurinn ekki verið geranlegur.

Við höfum sjaldan skemmt okkur jafn vel og vonumst til að geta haldið fleiri viðburði sem þennan í komandi framtíð. Hér að neðan eru nokkrar myndir af viðburðinum og myndband sem snillingurinn Davíð Oddgeirs tók fyrir okkur.

Þangað til næst!
xx
RVKfit

Skildu eftir svar