RVKfit

RVKfit er hópur sem samanstendur af sex vinkonum sem hafa mikinn áhuga á heilbrigðum lífstíl.


Við í RVKfit erum í grunninn vinkonuhópur sem elskar að hreyfa sig, borða góðan mat og hafa gaman.

RVKfit varð upphaflega til á snapchat þar sem við vinkonurnar deilum æfingum, heilbrigðu líferni, uppskriftum og fleira með fylgjendum okkar.

Hugmyndin af RVKfit kviknaði þegar við stelpurnar vorum allar saman í þjálfun hjá Hilmari Birni í World Class. Við vorum duglegar að deila myndum og myndböndum af æfingum á okkar snapchat og instagram. Við fundum fyrir miklum áhuga frá fylgjendum okkar og þá datt okkur í hug að gera eitthvað meira með þetta. Þá kom upp sú hugmynd að opna snapchat-aðgang þar sem við myndum skipta dögum á mili okkar og sýna frá okkar lífstíl. Þannig að RVKfit varð upphaflega til á snapchat en þar deilum við æfingum, mataræði, daglegu lífi og öðru skemmtilegu. RVKfit snappið var lítil hugmynd sem vatt svolítið upp á sig. Við fengum fljótt stóran fylgjendahóp og hefur þetta verið ótrúlega skemmtilegt frá upphafi. Við erum ekki bara að hvetja aðra heldur er þetta virkilega lærdómsríkt og hvetjandi fyrir okkur líka. Í dag er RVKfit stór partur af lífi okkar allra og höfum við fengið fullt af skemmtilegum tækifærum út frá þessu – bæði sem hópur og einstaklingar.Nú erum við á Snapchat, Instagram og Facebook undir nafninu RVKfit ásamt því að vera nú loksins búnar að opna okkar eigin vefsíðu. RVKfit.is er bæði betri vettvangur fyrir okkur að deila með ykkur því efni sem við höfum hingað til deilt á Snapchat ásamt því að nú er aðgengilegra að nálgast allt efnið.

Við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram að deila með ykkur skemmtilegu efni á Snapchat en eins erum við orðnar virkar á Instagram þar sem við deilum skemmtilegum æfingum og æfingamyndböndum.

Við hvetjum ykkur til þess að fylgja okkur á öllum okkar helstu miðlum:

Snapchat: RVKfit
Instagram: RVKfit
Facebook: RVKfit

Þangað til næst!
xx
RVKfit

Skildu eftir svar