Dásamleg rakabomba!

 

Ef það er eitthvað sem ég hef lært með tímanum þá er það hversu mikilvægt það er að gefa sér tíma að dekra aðeins við sjálfan sig. Ég setti mér þá einföldu reglu að eiga alltaf einn dag í viku þar sem ég dekra extra vel við húðina og hárið. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi einfalda regla nærir bæði líkama og sál.

Ég má til með að deila með ykkur dásamlegri rakabombu/maska sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ég blanda maskann sjálf úr vörum sem ég nota úr Laugar Spa línunni. Ég komst í kynni við þessar vörur fyrir ca 5 árum. Það sem ég elska við þessar vörur er að þær eru allar unnar úr náttúrlegum efnum, ferskar, nærandi og hressandi ilmur af þeim. Þær eru ekki prufaðar á dýrum og síðast en ekki síst þá er hægt að mixa allskonar kokteila úr þeim sem er svo skemmtilegt. Ég hreinlega elska þessar vörur!

Uppskrift af rakabombu/maska – vörur úr Laugar Spa línunni.

2 pumpur af Serum

1 tsk af Healing balm

1 ½ -2 tsk Radiant mask

Ég hræri þetta svo allt saman í eina litla skál og ber svo á andlitið. Mér finnst gott að nudda maskanum vel inn í húðina en hef samt sem áður frekar þykkt lag. Læt hann bíða í ca 20-30 mínútur (stundum lengur) tek svo pappír og þurrka smá af honum og sef svo með restina. Það er líka æðislegt að setja smá brúnkukrem eftir maskann þá vaknar maður súper ferskur morguninn eftir.

 

Mæli með því að prófa þessa dásemd!

 

Þangað til næst

Telma Rut

instagram – telmarutsig

snapchat – telmaruth

Skildu eftir svar