Telma Rut

Halló elsku lesendur

x

Telma Rut heiti ég og er 25 ára dansari,naglasnyrtifræðingur og hóptímakennari hjá world class.

Ég bý ásamt kærastanum mínum Aroni í Kópavogi og hundunum okkar þeim Leo (stórsöngvara) og Daisy (kúrumonsu). Við keyptum okkur íbúð um páskana í fyrra og höfum verið að gera hana upp hægt og rólega. Loksins erum við farin að sjá fyrir endan á þeirri vinnu og allt farið að taka á sig góða mynd.

Samkvæmisdans hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi. Ég elska að dansa og fór í fyrsta danstímann þegar ég var 6 ára gömul. Þá var ekki aftur snúið. Líf mitt hefur einkennst af dansi og tónlist allar götur síðan. Ég hef ferðast og keppt út um allan heim og kynnst frábæru fólki í tengslum við dansinn. Verkefnin sem ég hef tekið að mér hafa bæði verið stór og smá. Núna síðast í þáttunum – Allir geta dansað á Stöð2 – sem er örugglega eitt það skemmtilegasta og mest krefjandi verkefni sem ég hef tekið þátt í.

Um áramótin byrjaði ég sem hóptímakennari hjá World Class. Ég ákvað að stökkva út í djúpu laugina og byrja að kenna Buttlift eftir að Hafdís hjá World Class hafði samband við mig. Ég hélt að ég gæti aldrei staðið fyrir framan 30-50 manns og kennt. Minn versti ótti get ég sagt ykkur að standa fyrir framan fólk og tala! Þetta er í sjálfu sér frekar fyndið þar sem ég hef dansað fyrir framan fleiri þúsund manns og finnst ekkert að því.

Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun minni því hún varð til þess að ég komst yfir þennan ótta og er að fara í Einkaþjálfaraskólann til að mennta mig meira í þessum fræðum. Ég hlakka ótrúlega mikið til og byrja þar 7. apríl n.k.

Ég er svo þakklát fyrir að geta sameinað mín helstu áhugamál og vinnu. Það eru forréttindi. Hlakka til að deila öllu því skemmtilega sem er framundan hjá mér með ykkur.

 

Þangað til næst! Xx

Telma Rut

 

 

instagram – telmarutsig 

snapchat -telmaruth

 

 

Skildu eftir svar