Uppáhalds súpan mín

 

Hver elskar ekki að fá sér góða súpu?

súpur eru alltaf svo góðar og ljúft að gera svolítið magn af þeim því þá á maður alltaf afgang daginn eftir.

Og mér finnst súpur bragðast ansi oft betur daginn eftir.

 

 

Þess vegna geri ég oft súpu að kvöldi til sem ég er svo með í matinn daginn eftir sem er svo ótrúlega þæginlegt, að þurfa ekkert annað en að hita súpuna upp og eiga gott brauð með. Matartíminn verður ekki einfaldari. Þessi súpa er svo góð að ég gæti borðað endalaust af henni.

2-2,5 Lítrar af vatni

1-2 kjúklinga eða grænmetiskraftur

1-2 msk Olía

1-1/2 msk Karrý

1 Hvítlaukur

1 Blaðlaukur

1/2 Rauð paprika

1/2 Græn paprika

5-6 Gulrætur

1 Lítið blómkálshöfuð

1 Lítið broccolihöfuð

1 Flaska Heinz chilli sósa

400gr Rjómaostur

1 Peli af rjóma

Salt og Pipar

Cayenne Pipar

Vatn, chillisósa, rjómaostur, rjómi og kraftur settur í pott.

Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.

Grænmetið skorið og sett ofaní potinn.

Leyfi þessu svo að malla á hita 5/6 í smá tíma þar til grænmetið er orðið soðið

Ég smakka hana svo til og nota salt/pipar/cayenne pipar eftir smekk

Verði ykkur að góðu!

x

Telma Rut

instagram – telmarutsig

snapchat – telmaruth

Skildu eftir svar